Forvitnilegt að kanna hvort það sé það sama uppá teningnum hér á landi?

Annars virðist vera lögð töluvert meiri áhersla á að stöðva íslenska ferðamenn sem ákváðu í sakleysi sínu að gera kjarakaup í útlöndum og fjárfesta í myndavél eða I-Pod!

 

Þá eru menn nánast snúnir niður og öskrað í eyrun á viðkomandi"Hvar fékkstu þetta"!

 

Á meðan labba morðingjar og nauðgarar inní landið án þess að nokkur hreyfi legg né lið.

 

 


mbl.is Pólska glæpaaldan er goðsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Það er nú ekki það að enginn hreyfi legg né lið, heldur það að þeir mega það ekki því miður.

ViceRoy, 16.4.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Hvað mega þeir ekki?

Stöðva glæpamann á leið inn í landið?

Veit ekki betur en að Norsku Vítisenglarnir hafi allir verið stöðvaðir og sendir með stimpilinn "Return to sender" á afturendanum til Noregs samdægurs!

Reynir Elís Þorvaldsson, 16.4.2008 kl. 11:24

3 identicon

Það er nú ekki langt síðan að könnun leiddi í ljós að Pólverjar eru löghlýðnustu íbúarnir hér á landi en Íslendingar og Bretar þeir sem brjóta lögin oftast hlutfallslega séð.  Og voru þá ekki taldir með þeir sem ekki eru með fasta búsetu hér, þ.e. ferðamenn. 

Og varðandi það að meina fólki að koma til Íslands þá hafa yfirvöld oft verið á gráu svæði þegar kemur að því, sbr. Falun Gong-liðar, sígaunar og vélhjólaklíkur sem er vísað frá að því að þeir gætu mögulega verið til vandræða eða bara stinga í stúf við okkar einsleita umhverfi.  En annars þá er það nokkuð erfitt að vísa fólki frá sé reglum fylgt og fólk ekki beinlínis á flótta undan réttvísinni og eftirlýst.  Það væri býsna hrokafullt að ætla að vísa einhverjum frá bara vegna þess að hann gæti kannski verið vondur maður eða hafi gert mistök á einhverjum tímapunkti ævinnar, greitt skuld sína við samfélagið og er að reyna að hefja nýtt líf.

Múgæsingin sem grípur Íslendinga aftur og aftur er alveg þrælfyndin en svo finnst þeim ofsalega illa farið með íslenska glæpamenn í Færeyjum, Brasilíu og víðar og hálfvorkenna þeim!  Já hún er kyndug íslenska þjóðarsálin.

Ég þakka bara innflytjendum fyrir að hressa upp á Ísland svo um munar en geri mér grein fyrir því að öllu góðu fylgir eitthvað slæmt og á því er tekið eftir kúnstarinnar reglum... en mikið væri nú gott ef við gætum losað okkar við alla íslensku vitleysingana! :p

Dabbi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Elís Þorvaldsson
Reynir Elís Þorvaldsson
Liverpool,KR og Inter Milan!!!!! Þarf eitthvað að segja meir? Menn þola mig ekki!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband